Nýr framkvæmdarstjóri ráðinn hjá Raftákni

Eva Hlín Dereksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raftákns verkfræðistofu frá 1.febrúar n.k. Fráfarandi framkvæmdastjóri er Árni V. Friðriksson, en hann lætur af störfum vegna aldurs.

Raftákn er rafmagnsverkfræðistofa með 34 starfsmenn á þremur sviðum, byggingasviði, iðnaðarsviði og fjarskiptasviði.  Helstu verkefni tengjast hönnun raflagna og lýsingar, stýringum og sjálfvirkni en einmitt þar er þróunin hvað hröðust þessa dagana.
Stjórn Raftákns er afar ánægð með að fá Evu Hlín til að leiða fyrirtækið í þeim tæknibreytingum sem nú eiga sér stað.

Eva Hlín lauk M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Washington árið 2002 og Cand.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.  Hún stundar nú MBA nám með vinnu við Háskóla Íslands.

Eva Hlín hefur starfað sem verkefna- og vörustjóri hjá Wise síðan 2010 en þar áður sem verkfræðingur hjá Nobex og Samskipum. Hún er fædd árið 1977, gift Ágústi Torfa Haukssyni og eiga þau þrjár dætur.  Þau búa á Akureyri en Raftákn er með starfsemi bæði á Akureyri og í Reykjavík.

UMMÆLI