Nýr Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur opnað á Glerártorgi  Ljósmynd: ON

Nýr Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur opnað á Glerártorgi  

Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir Orku náttúrunnar hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.  

Á stöðvunum er góður upplýsingaskjár og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku sem og öðrum tungumálum. Í Hleðslugarðinum var aðgengi fyrir öll haft í algeru fyrirrúmi.

„Við hjá Orku náttúrunnar erum einstaklega stolt af nýja Hleðslugarðinum á Glerártorgi sem og þeirri vegferð sem við erum á í því að stækka hleðslunet ON og leggja okkar af mörkum til orkuskiptanna. Hleðslugarðurinn er hluti af 10 ára afmælisuppbyggingu ON en sambærilegur Hleðslugarður með aukinni áherslu á fjölskylduvænt umhverfi opnaði nýverið í Öskjuhlíð í Reykjavík og annar slíkur opnar á næstu vikum við Digranesgötu í Borgarnesi. Viðskiptavinir ON eiga því von á reglulegum fréttum af opnun hleðslustöðva á nýjum staðsetningum sem eru fjölskylduvænni, þægilegri og með fleiri tengjum til að lágmarka bið“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó