Nýr kirkjugarður á Akureyri

Nýr kirkjugarður á Akureyri

Und­ir­bún­ing­ur er nú að hefjast við skipu­lag nýs kirkjugarðs á Ak­ur­eyri. Bæjaryfirvöld úthlutuðu um 20 hektara svæði fyrir nýjan greftrunarstað í Naustaborgum fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Smári Sigurðsson, fram­kvæmda­stjóri Kirkju­g­arða Ak­ur­eyr­ar, segir í samtali við Morgunblaðið að nýi garðurinn verði staðsettur í útivistarsvæði og hann verði hluti af því. Kirkjugarðar eigi líka að vera fyrir lifandi fólk.

Tveir kirkjugarðar eru fyrir á Akureyri, annar er á Naustahöfða og hinn í Lögmannshlíð í Glerárhverfi. Á Naustahöfða var fyrst jarðsett árið 1863 en nú eru alls um 9000 grafir í garðinum sem verður bráðlega fullnýttur. Færri grafir eru í Lögmannshlíð en þar er mun minni garður.

Mynd: Naustaborgir /VisitAkureyri

Sambíó

UMMÆLI