Í dag var tekinn í notkun aðgengilegur einstaklingsklefi í Sundlaug Akureyrar eftir miklar framkvæmdir undanfarna mánuði.
Klefinn er á annarri hæð í byggingu Sundlaugarinnar og er aðgengilegur með lyftum alla leið frá afreiðslu, að klefanum og út á sundlaugarbakka.
Klefinn er aðgengilegur fyrir fatlaða og er þar upphækkanlegur bekkur, en einnig er pokalyfta í boði. Þá voru settir inn í klefann glænýjir skápar með rafrænu PIN-númerakerfi, eins og eru í hinum klefunum.
„Með tilkomu aðgengilega einstaklingsklefans getum við boðið upp á betra aðgengi að Sundlaug Akureyrar, en klefinn mun sérstaklega vel nýtast þeim sem hafa aðstoðarmann af öðru kyni eða geta á annan hátt ekki notað kynjuðu klefana okkar,“ segir í tilkynningu frá Sundlauginni.
UMMÆLI