Nýr sálfræðingur komin til starfa hjá H&S

Nýr sálfræðingur komin til starfa hjá H&S

Rósa Árnadóttir hefur verið ráðin inn sem nýr sálfræðingur hjá Heilsu- og Sálfræðiþjónustunni. Í Facebook-færslu frá H&S segir:

Rósa lauk BS prófi í sálfræði vorið 2022 frá Háskóla Íslands og lauk MS prófi í hagnýtri sálfræði á kjörsviði klínískrar sálfræði vorið 2024, einnig frá Háskóla Íslands. Rósa var í starfsnámi hjá áfallateymi Landspítalans og hefur starfað sem ráðgjafi á geðdeild. Hún kláraði Lögregluskóla ríkisins árið 2014 og starfaði sem lögreglumaður í um 8 ár. Einnig hefur hún reynslu af vinnu með börnum og úr hinum ýmsu þjónustustörfum.

Rósa sinnir greiningum fullorðinna og meðferðum við helstu geðröskunum fullorðinna. Hún hefur reynslu af meðferðum við ýmsum kvíðaröskunum, þunglyndi og áfallastreituröskun, ásamt öðrum tilfinningavanda.

Rósa veitir einstaklingsmeðferð í staðar- og fjarþjónustu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó