Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Nýr starfsmaður Orange Project/Regus á Akureyri

Sunna Axelsdóttir, Lögmaður er nýr viðskiptastjóri hjá Orange Project/Regus á Akureyri þar sem hún mun halda utan um daglegan rekstur skrifstofuhúsnæðis Orange/Regus í Skipagötu 9.

Sunna er héraðsdómslögmaður og sinnir jafnframt almennum lögmannsstörfum á stofu sinni, Ási lögmannsstofu, sem er til húsa í Skipagötuni.

Sunna lauk B.A. prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010 og fjallaði í B.A. ritgerð sinni um lagalegan grundvöll sambands íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.

Hún lauk M.L. gráðu frá sama skóla 2012 með meistaraprófsritgerðinni Afplánunarúrræði sakhæfra barna og skyldur Íslands að þjóðarétti. Þá hefur hún lokið námskeiði í vátryggingarétti hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sunna hefur um árabil tekið virkan þátt í starfi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar og situr í stjórn sveitarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó