Nýr útikörfuboltavöllur á Akureyri

Mynd: thorsport.is

Lokið var við framkvæmd á fyrsta útikörfuboltavellinum úr plastflísum á Akureyri. Völlurinn stendur við Lundaskóla en er svipaður völlum sem hafa verið reistir víða um land og notið mikilla vinsælda.

Til stendur að bæta við fleiri slíkum völlum við skóla bæjarins í framtíðinni. Völlurinn er með plast undirlagi og upphitaður með 6 körfum. Framkvæmdin var í höndum Akureyrarbæjar en það voru félagar í körfuknattleiksdeild Þórs sem lögðu yfirlagið á í gær, sunnudag. Það var Einar Ingimundarson formaður körfuknattleiksdeildar sem lagði síðasta kubbinn í púslið.

Myndir af því þegar sjálfboðaliðar kláruðu völlinn má sjá á thorsport.is með því að smella hér.

UMMÆLI