Listasafnið gjörningahátíð

Nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar KALjósmynd: KA

Nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar KA

KA tilkynnti í dag að Svavar Ingi Sigmundsson hefði snúið aftur til Akureyrar til að sinna starfi yfirþjálfara handknattleiksdeildar KA. Svavar er 24 ára gamall en hefur mikla reynslu af starfi yngri flokka og einnig sem leikmaður.

Svavar er að koma frá FH þar sem hann hefur spilað síðan árið 2021. Einnig hefur Svavar sinnt þar þjálfarastörfum fyrir bæði yngri flokka og meistaraflokk kvenna.

Ásamt því að vera yfirþjálfari mun Svavar vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla og yngri flokka félagsins auk þess að þjálfa 7. og 8. flokk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó