Haustið 2025 verður diplómanám fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir sett á laggirnar við HA. Þetta segir í tilkynningu frá háskólanum: „Það er gleðilegt að hægt sé að bjóða upp á námið næsta haust enda mikilvægt skref í að auka aðgengi fatlaðs fólks að námi líkt og kveðið er á um í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“
Um er að ræða 60 eininga, tveggja ára sérsniðið nám fyrir fólk með þroskahömlun á grunnstigi háskólanáms. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í námið og verður þremur umsækjendum boðið að taka þátt í þróunarverkefninu og hefja nám við Háskólann á Akureyri.
Tvær námslínur eru í boði. Hægt er að finna frekari upplýsingar með því að smella á námslínuheitið:
Umsóknarfrestur er til 10. júní og hægt er að sækja um í námið hér. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Söru Stefánsdóttur með netfanginu saras@unak.is.
UMMÆLI