Nýtt greiðslukerfi fyrir bílastæði á Akureyri

Nýtt greiðslukerfi fyrir bílastæði á Akureyri

Akureyrarbær tilkynnti í dag, í færslu á Facebook, um nýtt greiðslukerfi fyrir gjaldskyld stæði. Greiðslukerfið er á vefnum www.akureyri.is/bilastaedi þar sem hægt er að greiða fyrir bílastæði í miðbænum með greiðslukorti. Engin aukagjöld eru innheimt.

Annað greiðsluform á sömu vefsíðu er notað til að greiða sektir. Þetta greiðsluform er meðal annars hugsað fyrir ökumenn sem ekki eru á eigin bíl, t.d. bílaleigubíl eða fyrirtækisbíl. Enn er hægt að nota smáforrit eins og Parka og Verna til að greiða fyrir biðreiðastæði sem og stöðumælana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó