Nýtt hótel opnar á Strandgötu – Gera styrktarsamning við Þór

Nýtt hótel opnar á Strandgötu – Gera styrktarsamning við Þór

Nýverið undirrituðu knattspyrnudeild Þórs og Hrímland hótel nýjan samstarfssamning. Samningurinn er til tveggja ára og verður fyrirtækið nú eitt af aðal bakhjörlum deildarinnar.

Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar og Bjarni Gunnarsson, eigandi Hrímlands undirrituðu samning á dögunum.

Óðinn segist í samtali við heimasíðuna gríðarlega ánægður með samninginn. „Það er  meðal annars fyrir tilstuðlan fyrirtækja eins og Hrímlands sem við getum rekið það öfluga starf sem verið er að vinna í Þór“.

Hrímland opnaði á dögunum glæsilegt íbúðarhótel við Strandgötu 29. í húsinu, sem búið er að gera mikið upp er nú að finna 16 glæsilegar íbúðir sem fara í skammtímaleigu. Við hvetjum alla Þórsara til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og á heimasíðunni www.Hrímland.is

 

UMMÆLI

Sambíó