Nýtt líf í hraustum líkama – Námskeið eftir magaminnkun

Nýtt líf í hraustum líkama – Námskeið eftir magaminnkun

Magaminnkunaraðgerðum hefur fjölgað mikið undanfarin ár, þá sérstaklega aðgerð sem kallast magaermi eða gastric sleeve.
Í tímariti landlæknis kemur fram „Þverfagleg aðkoma er nauðsynleg til að styðja við þá sem uppfylla skilyrði til skurðaðgerðar. Einstaklingum skal eingöngu beint til aðgerðar hjá þjónustueiningum þar sem í boði er alhliða nálgun til greiningar, mats og meðferðar og langtímaeftirfylgd“

Þessi eftirfylgd hefur verið af skornum skammti og tækifærin til að nýta sér þá þjónustu fá, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Nú hefur öflugt þverfaglegt teymi ákveðið að ráðast í þetta mikilvæga verkefni og koma af stað úrræði sem hægt er að leita í eftir magaminnkunaraðgerðir.

Þar hafa þátttakendur aðgang að sjúkraþjálfara og einkaþjálfara með mælingar, markmiðasetningu og æfingar auk þess að hitta næringarfræðing sem verður með umræðu og fræðslu um næringu eftir magaminnkun, og sálfræðing sem fer yfir leiðir til að kynnast sjálfum sér og sínum viðbrögðum.

Námskeiðið heitir Nýtt líf í hraustum líkama og er fyrir þá sem hafa farið í magaminnkun og vilja auka lífsgæði sín enn frekar. Teymið sem stendur fyrir námskeiðinu eru Andrea Waage einkaþjálfari,  Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfari, Aðalbjörg Sigfúsdóttir sálfræðingur og Borghildur Sigurbjörnsdóttir næringarfræðingur.

Uppbygging námskeiðs:
12 vikur.

Æfingar 3 x í viku, mánudaga kl 18:00, miðvikudaga kl 20:00 og laugardaga kl 11:00.
Næringarfræðingur og sálfræðingur koma snemma inn í prógrammið með fræðslu og spjall og svo aftur þegar líður að lokum námskeiðs.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 8648825 aw@simnet.is og hannesbh@gmail.com

Sambíó

UMMÆLI

Goblin.is