Nýtt skip dótturfélags Samherja – Cuxhaven NC 100 á Akureyri

Cuxhaven NC 100 siglir inn Eyjafjörðinn. Mynd: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

Cuxhaven NC 100 er nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og er nú í fyrsta sinn á Akureyri. Skipið kom í höfn 22. október og hefur dvalið í bænum síðan. Skipið lauk nýverið veiðitúr en það hélt í sína fyrstu veiði þann 20. ágúst sl.

Skipið er hannað af Rolls Royce og smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 81,22m langt og 16m breitt og er jafnframt fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár.

Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson.

Eigendur Samherja, ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra, tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti.

Hafþór Hreiðarsson náði því á myndskeið þegar skipið sigldi í höfn á Akureyri eins og sjá má hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI