ÖA hljóta viðurkenningu sem öndvegisheimili Eden

ÖA hljóta viðurkenningu sem öndvegisheimili Eden

Öldrunarheimili Akureyrar hlutu í gær fjórðu alþjóðlegu viðurkenninguna frá Eden samtökunum og hafa þar með náð þeim áfanga að teljast öndvegisheimili Eden með því að tileinka sér stefnu og áherslur hugmyndafræðinnar. Frábær árangur sem er afrakstur markvissar vinnu frá árinu 2006.

Markmiðið er fyrst og fremst og fremst að breyta viðhorfum og menningu í tengslum við umönnun aldraðra, draga úr stofnanavæddri menningu og taka þess í stað upp hlýlegar og eflandi aðferðir sem auka sjálfstæði og lífsgæði fólks.

Nánar má lesa um málið á vef Akureyrarbæjar.

UMMÆLI