Óánægja með lokun á Vínbúð við Hólabraut

Óánægja með lokun á Vínbúð við Hólabraut

Ný Vínbúð ÁTVR opnaði á Norðurtorgi í fyrrdaga og er haft eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra að ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri tveggja Vínbúða á Akureyri eins og staðan er í dag. Því verður Vínbúðinni að Hólabraut lokað.

Fólk er misánægt með þessar breytingar og þar á meðal Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar:„Okkur finnst staðsetningin náttúrulega vera heldur úr leið fyrir flesta íbúa bæjarins, en það var ekki mikill áhugi fyrir því [að hafa tvær Vínbúðir],“ segir Ásthildur í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 og og bætir hún því að bæjarstjórn myndi gjarnan vilja hafa það þannig að það væru Vínbúðir á fleiri stöðum í bænum og þá meira miðsvæðis.

Í sama útvarpsþætti má heyra í Ragnari Sverrissyni, þekktum kaupmanni á Akureyri en kvartar hann undan þjónustuleysi ÁTVR sem og því að bæjaryfirvöld hefðu ekki verið ákveðnari við að halda í Vínbúðina í miðbænum.

Hægt er að hlusta á þátt Síðdegisútvarpsins í heild sinni á vef RÚV, hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó