Oddur framlengir hjá Balingen

Oddur framlengir hjá Balingen

Oddur Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning, með uppsagnarákvæði eftir fyrra árið, við þýska 2. deildar liðið Balingen-Weilstetten. Balingen er sem stendur í efsta sæti 2. deildarinnar með sex stiga forskot á næsta lið og stefnir upp í efstu deild en Oddur hefur spilað hjá liðinu síðan árið 2017.

Oddur hefur farið á kostum á yfirstandandi keppnistímabili er áttundi markahæsti leikmaður 2. deildar með 102 mörk eftir 18 leiki. Hann er 15 mörkum á eftir Tom Skroblien, TuS N-Lübbecke, sem er markahæstur.

UMMÆLI