Handboltakappinn Oddur Gretarsson er einn af fjórum leikmönnum sem eru tilnefndir sem leikmaður mánaðarins í þýsku B-deildinni í handbolta fyrir desember.
Oddur hefur verið frábær í vetur fyrir topplið Balingen. Liðið vann tíu leiki í röð undir lok árs og sat í toppsæti deildarinnar fyrir áramót. Oddur er markahæsti leikmaður liðsins.
Í desember skoraði Oddur 27 mörk í fjórum leikjum eða 6,75 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur nú skorað 119 mörk á tímabilinu og er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar.
UMMÆLI