Ökukennari á Akureyri kvartar yfir framúrakstri í bænum

Ökukennari á Akureyri kvartar yfir framúrakstri í bænum

Jónas Þór Karlsson, ökukennari, biðlar til ökumanna á Akureyri að slaka á í umferðinni í pistli á Facebook síðu sinni í dag. Jónas segir að hann lendi alltof oft í því að það sé tekið fram úr honum og nemendum hans þegar hann ekur innanbæjar.

„Ágætu ökumenn. Nú er kominn tími á að menn fari aðeins að slaka á í umferðinni! Ég og nemarnir mínir eru mjög oft að lenda í því að tekið sé glannalega framúr okkur innanbæjar hér á Akureyri,“ skrifar Jónas.

Hann minnir á að hámarkshraði í bænum er 50 km á klukkustund nema annað sé tekið fram og að í flestum íbúðarhverfjum sé hámarkshraðinn 30 km á klukkustund. Hann segir að bílar taki oft fram úr honum þrátt fyrir að keyrt sé á hámarkshraða.

„Þetta er alls ekki góð umferðarmenning og hefur mjög slæm áhrif á nemendur sem verða oft skelkaðir (skiljanlega miðað við aksturslag sumra) við þennan glæfraakstur,“ segir Jónas en skrif hans má lesa í heild sinni hér að neðan.

UMMÆLI