fbpx

Ökumenn hvattir til þess að aka varlega

Mynd:akureyri.is

Ökumenn á Akureyri eru hvattir til að aka varlega um götur bæjarins því nú hafa sums staðar myndast djúpar holur við brunna á akstursleiðum sem geta stórskaðað bifreiðar. Hitinn af brunnunum bræðir af sér snjóinn og myndast þannig djúpar holur sem erfitt getur verið að koma auga á.

UMMÆLI