Ölvaður maður fluttur á sjúkrahús eftir að hann datt af hestbaki

Ölvaður maður fluttur á sjúkrahús eftir að hann datt af hestbaki

Ölvaður maður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri í gær eftir að hann datt af hestbaki. Greint var frá þessu á mbl.is í gær.

Þar er haft eftir lögreglunni á Akureyri að hestamaðurinn hafi hlotið minniháttar meiðsl við fallið og hafi fengið viðeigandi aðhlynningu.

Einnig kemur fram að maður hafi verið handtekinn á Akureyri um klukkan hálf 7 í gærkvöldi fyrir húsbrot og líkamsárás.

Maður­inn reyndi í ann­ar­legu ástandi að ryðja sér leið inn í íbúðar­hús­næði og kýldi hús­eig­anda hnefa­höggi. Hús­eig­and­inn mun ekki hafa slasast al­var­lega, en maður­inn var vistaður í fanga­klefa í nótt. 

Sambíó

UMMÆLI