Opið fyrir umsóknir um styrki vegna Barnamenningarhátíðar 2023

Opið fyrir umsóknir um styrki vegna Barnamenningarhátíðar 2023

Barnamenningarhátíð á Akureyri verður haldin í sjötta sinn í apríl 2023. Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna eða viðburða sem tengjast hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 21. nóvember 2022.

Skólar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á akureyri.is. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel verklagsreglur um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð á Akureyri sem er að finna HÉR.

Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð á Akureyri 2023 á barnamenning.is.

UMMÆLI

Sambíó