Rafhlaupahjólaleigan Hopp hefur vakið miklar vinsældir á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Fyrirtækið stefnir nú í útrás til Evrópu en er einnig opið fyrir því að veita þjónustu á fleiri stöðum á Íslandi, þar á meðal á Akureyri.
Markmiðið fyrirtækisins er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar.
Hopp fékk í dag sérleyfi fyrir starfsemi í bænum Orihuela Costa á suðurströnd Spánar, þar sem íbúar eru um 120 þúsund. Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, segir að fyrirtækið sé opið fyrir því að opna víðar í Evrópu og á Íslandi, þar á meðal á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
UMMÆLI