Opin fyrir því að opna rafhlaupahjólaleigu á Akureyri

Opin fyrir því að opna rafhlaupahjólaleigu á Akureyri

Raf­hlaupa­hjóla­leig­an Hopp hefur vakið miklar vinsældir á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Fyrirtækið stefnir nú í útrás til Evrópu en er einnig opið fyrir því að veita þjónustu á fleiri stöðum á Íslandi, þar á meðal á Akureyri.

Markmiðið fyrirtækisins er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar.

Hopp fékk í dag sér­leyfi fyr­ir starf­semi í bæn­um Ori­hu­ela Costa á suður­strönd Spán­ar, þar sem íbú­ar eru um 120 þúsund. Eyþór Máni Stein­ars­son, rekstr­ar­stjóri Hopp, segir að fyrirtækið sé opið fyrir því að opna víðar í Evrópu og á Íslandi, þar á meðal á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

https://www.instagram.com/p/CDykDfCg463/?utm_source=ig_web_copy_link

UMMÆLI