Opinn fundur með fulltrúum stjórnmálaflokka í HA


Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta halda opinn fund þann 10. október kl 16:10 í hátíðarsal HA með fulltrúum stjórnmálaflokka vegna Alþingiskosninga sem fara fram 28. október. Tilefni fundar er að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og stjórnmálaflokka.

Í pallborði sitja:

Viðreisn: Hildur Betty Kristjánsdóttir
Píratar: Hrafndís Bára Einarsdóttir
Björt framtíð: Arngrímur Viðar Ásgeirsson
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: Steingrímur J. Sigfússon
Samfylkingin: Logi Einarsson
Sjálfstæðisflokkurinn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Framsókn: Fulltrúi tilkynntur síðar
Flokkur fólksins: Fulltrúi tilkynntur síðar

Það er kominn tími á að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti en til þess þarf metnað stjórnvalda. Við hvetjum stúdenta til þess að fjölmenna á fundinn, spyrja spurninga og heyra hvað stjórnmálaflokkarnir hafa um málið að segja.

Fundurinn er liður í sameiginlegu átaki LÍS og aðildarfélaga þess í aðdraganda Alþingiskosninga 2017 sem hefur það að markmiði að vekja athygli íslenskra stúdenta á kosningunum og stöðu háskólastigsins. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.

Sambíó

UMMÆLI