Prenthaus

Opna kvennaathvarf á Akureyri

Opna kvennaathvarf á Akureyri

Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð hafa tilkynnt um opnun kvennaathvarfs á Norðurlandi. Um er að ræða athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Athvarfið mun opna á Akureyri 28. ágúst 2020. 

Þjónusta athvarfsins verður viðbót við starfsemi Bjarmahlíðar sem sinnt hefur þjónustu við þolendur ofbeldis á Norðurlandi undanfarin misseri. Jafnframt verður það viðbót við þjónustu Kvennaathvarfsins en það hefur lengi staðið til að færa þjónustuna út fyrir höfuðborgarsvæðið. 

Athvarfið verður opnað í góðu samstarfi við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, Aflið og ráðherra félagsmála og dómsmála. 

„Um er að ræða tilraunaverkefni til vors en það er trú okkar að á tilraunatímabilinu komi í ljós að allar forsendur séu fyrir rekstri athvarfs af þessu tagi og gerum því ráð fyrir að Kvennaathvarfið á Norðurlandi sé komið til að vera,“ segir í fréttatilkynningu.

Signý Valdimarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf sem verkefnisstýra nýja athvarfsins og vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar þess.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó