Opna tívolí á Akureyri yfir helgina

Opna tívolí á Akureyri yfir helgina

Tívolíið Taylors Tivoli verður opið á Akureyri yfir helgina. Tívolíið sem átti að opna yfir Verslunarmannahelgina verður nú opið eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld. Það er staðsett á túninu fyrir framan samkomuhúsið.

Eftir samráð við yfirvöld ákvað tívolíið að opna yfir helgina. Gestir geta keypt miða við innganginn og fá aðgang í öll tækin í stað þess að kaupa miða í hvert tæki fyrir sig eins og tíðkast vanalega.

Kain Taylor, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við fréttastofu RÚV að búið sé að fá áætlun samþykkta frá yfirvöldum til þess að tryggja sóttvarnir og tveggja metra regluna á svæðinu. Það sé grundvöllur þess að talið sé óhætt að opna núna.

Yfirvöld munu hafa svæðið undir sérstöku eftirliti yfir helgina.

UMMÆLI