Opnir tímar í bólusetningu gegn mislingum á Akureyri

Opnir tímar í bólusetningu gegn mislingum á Akureyri

Heilsugæslustöðin á Akureyri mun í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis bjóða öllum óbólusettum einstaklingum, eldri en 12 mánaða og fæddum 1970 eða síðar, upp á bólusetningu á næstu dögum þar sem nú eru komin næg bóluefni í hús.

Opnir tíma verða á eftirfarandi dögum:
föstudaginn 22. mars 13:00 – 15:00
miðvikudaginn 27. mars 13:00 – 15:00
föstudaginn 28. mars 13:00 – 15:00

Fullorðnir borga komugjald en ekki þarf að greiða fyrir bóluefnið, ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta í opnu tímana. Þá er fólk hvatt til að taka með sér bólusetningarskírteinin.

UMMÆLI