Opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli frestast vegna ágreinings

Opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli frestast vegna ágreinings

Opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli hefur verið frestað. Framkvæmdir munu hefjast á ný næsta sumar. Þetta kemur fram á vef Vikudags í dag.

Frestunin kemur til vegna ágreinings á milli verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar.

Sjá einnig: Reisa nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli

„Það er búið að taka ákvörðun um að salta þetta fram á næsta sumar þar sem ekki tókst að leysa ágreininginn á milli verktakans og þeirra sem standa að uppsetningunni,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Vikudag. Guðmundur segist reikna með því að lyftan verði klár næsta vetur.

Geir Gíslason, formaður Vina Hlíðarfjalls, sagði í frétt Rúv um málið í sumar að samkomulagi hafi verið gert um hvernig staðið skyldi að framkvæmdunum. Ákveðinn meiningarmunur hafi síðar komið upp um hvernig vinna skyldi samkvæmt því samkomulagi.

Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 363 milljónir króna en Vinir Hlíðarfjalls fjármagna framkvæmdina með 100 milljóna króna hlutafé og 263 milljóna króna láni til 15 ára. Leigufjárhæðin til Akureyrarbæjar mun nema afborgunum, vöxtum og verðbótum af láninu á hverjum tíma.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó