Opnun Stéttarinnar á Húsavík

Opnun Stéttarinnar á Húsavík

Föstudaginn 9. desember næstkomandi mun Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opna með formlegum hætti nýja aðstöðu þekkingarklasans á Hafnarstrétt 1-3 á Húsavík undir heitinu Stéttin.

Húsnæðið er í eigu Langaness ehf., sem hefur staðið straum af vönduðum endurbótum og tengibyggingu.

„Í tilefni þess að húseigendur munu nú afhenda síðasta hluta hins endurbætta húsnæðis til stofnana á sviði rannsókna, menntunar og nýsköpunar viljum við bjóða ykkur öllum að koma og gleðjast með okkur þennan föstudag á aðventunni og kynna ykkur starfsemina í húsinu,“ segir í tilkynningu.

Forseti Íslands verður með ávarp kl. 16.15 í miðrými hússins og fulltrúar húseigenda og íbúa hússins kynna aðstöðuna stuttlega. Þá mun Valdimar Guðmundsson synja nokkur lög með hljómsveit sinni LÓN og söngkonunni RAKEL. Í kjölfarið verður opið hús þar sem starfsfólk mun sitja fyrir svörum og kynna gestum aðstöðuna og starfsemina sem fram fer í húsinu.

Frétt úr fréttabréfi SSNE sem má nálgast í heild sinni hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó