Örn Smári sendir frá sér nýtt lag

Örn Smári sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Örn Smári Jónsson eða Daydream sendi á dögunum frá sér nýtt lag. Lagið heitir I’m Sorry.

Örn segir í samtali við Kaffið.is að lagið fjalli um kvíða, vanlíðan og þá tilfinningu að þurfa alltaf að afsaka gjörðir sínar.

„Þetta er allt svona mjög persónulegt fyrir mig útaf ég atti erfitt með félagslíf á sínum tíma,“ segir Örn.

Örn hefur verið áberandi í norðlensku tónlistarlífi upp á síðkastið en lagið I’m Sorry er það þriðja sem hann gefur út á stuttum tíma. Áður hefur hann gefið út lögin Wait og 5 in the morning.

„Ég samdi Wait þegar afi minn lést i fyrra sumar og lagið er um hann. 5 in the morning er um þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég skrifa mjög oft um eitthvað sem hefur gerst eða er í gangi í lífi mínu, það er svona lykillinn að textasmíðinni minni. Alvöruleikinn ef svo má kalla það.“

Örn stefnir á að gefa út sjö laga plötu í vetur. Útgáfufyrirtækið Zindric Records mun sjá um útgáfu plötunnar.

UMMÆLI

Sambíó