Öruggur sigur KA/Þór gegn Selfossi

Öruggur sigur KA/Þór gegn Selfossi

Það var frábær stemning í KA heimilinu í kvöld þegarKA/Þór tók á móti Selfossi í 11. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. KA/Þór vann að lokum stórsigur sem var aldrei í hættu.

Liðið var betra allan leikinn og leiddi í hálfleik 16:10. Leiknum lauk svo með 33:22 sigri. KA/Þór er nú í fimmta sæti Olís-deildarinnar með 10 stig.

Olgica Andrijasevic varði alls 23 skot í markinu og Hulda Bryndís Tryggvadóttir var markahæst með 8 mörk.

Mörk KA/Þ​órs: Hulda Bryn­dís Tryggva­dótt­ir 8, Martha Her­manns­dótt­ir 6, Rakel Sara Elvars­dótt­ir 5, Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir 4, Katrín Vil­hjálms­dótt­ir 4, Sól­veig Lára Kristjáns­dótt­ir 3, Ásdís Guðmunds­dótt­ir 1, Svala Björk Svavars­dótt­ir 1, Ólöf Marín Hlyns­dótt­ir.

UMMÆLI