Öruggur sigur Þór/KA gegn Fylki

Öruggur sigur Þór/KA gegn Fylki

Þór/KA tók á móti Fylkiskonum á Akureyri í dag. Eftir svekkjandi tap í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar sást vel að Þór/KA konur ætluðu sér sigur í leiknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sandra Stephany Mayor Þór/KA yfir strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins. Andrea Mist Pálsdóttir tryggði svo sigurinn með marki á 88. mínútu leiksins.

Þór/KA því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max deildinni í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó