Óskar sér að SAk verði áfram gott sérgreinasjúkrahús með öflugu fagfólki í klínik og rannsóknum

Óskar sér að SAk verði áfram gott sérgreinasjúkrahús með öflugu fagfólki í klínik og rannsóknum

Vísindadagur Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk fer fram fimmtudaginn 19. september milli kl. 9 og 16 í fundarherberginu Kjarna á nýjum tengigangi SAk á 3. hæð og í streymi.

Heiðurserindið að þessu sinni flytur Dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við HA og sérfræðingur í sykursýki og langvinnum sjúkdómum.

„Fyrirlesturinn mun fjalla um störf mín á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég byrjaði að vinna þar 1991, þá sem svæfingahjúkrunarfræðingur. Síðan venti ég mínu kvæði í kross og mitt sérsvið varð hjúkrun einstaklinga með sykursýki og langvinna sjúkdóma. Ég vann á innkirtladeild SAk frá stofnun hennar 2007 til 2017, og nú síðast á Deild mennta og vísinda, samhliða störfum mínu við Háskólann á Akureyri,“ segir Árún.

Nánar á vef SAk hér.

UMMÆLI

Sambíó