Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Ótrúleg endurkoma SA í sigri á SRFrændurnir Uni og Orri Blöndal. Uni gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í endurkomunni gegn SR.

Ótrúleg endurkoma SA í sigri á SR

Skautafélag Akureyrar vann magnaðan sigur á Skautafélagi Reykjavíkur þegar liðin mættust í úr­vals­deild karla í ís­hokkíi, Hertz-deild­inni, í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri í gær.

Gest­irn­ir úr Reykja­vík byrjuðu leik­inn mun bet­ur og komst í 5:1 for­ystu en áður en önnur lota var búin höfðu SA jafnað metin í 5:5.

SA bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í þriðju lotunni og tryggðu sér frábæran 7:5 sigur. Uni Blöndal Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir SA. Þá skoruðu Hafþór Sigrúnarson, Ormur Jónsson, Andri Sverrisson og Gunnar Arason eitt mark hvor.

SA er í toppsæti deildarinnar með 27 stig eftir tíu leiki. SR eru í öðru sæti með 16 stig eftir 11 leiki.

UMMÆLI