Óveður í gærkvöldi og í nótt

Óveður í gærkvöldi og í nótt

Mikill viðbúnaður var á Norðausturlandi í gærkvöldi og í nótt þar sem björgunarsveitir voru kallaðar út til að bregðast við umfangsmiklum verkefnum vegna foktjóns. Landsbjörg tilkynnti að veðrið hefði skapað erfiðar aðstæður víða á svæðinu, meðal annars á Akureyri, Siglufirði, Grenivík og við Húsavík. mbl.is greindi fyrst frá.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, greindi frá því að björgunarsveit hafi verið kölluð út á Grenivík þar sem þak á bóndabæ var að fjúka. Á Glerártorgi fuku auglýsingaskilti ásamt ýmsum lausamunum og við Akureyrarkirkju var vart við trampólín sem hafði borist með vindinum. Jafnframt fóru þakplötur af stað bæði á Akureyri og Siglufirði, og hjólhýsi á Hömrum fauk til.

Útköllin hófust skömmu fyrir klukkan sjö í gærmorgun þegar þak var að fjúka af hlöðu nálægt Laxárvirkjun í Aðaldal, sunnan við Húsavík. Hjálparsveit skáta í Aðaldal og Reykjadal, ásamt björgunarsveitinni Garðari frá Húsavík, voru sendar á vettvang.

Jón Þór sagði, við mbl.is, að verkefnum hefði fækkað eftir því sem leið á kvöldið og að björgunarsveitarmenn væru enn að störfum við að tryggja aðstæður Starfi þeirra lauk loks um sexleytið í morgun en enginn slasaðist í óveðrinu þrátt fyrir mikið hvassviðri sem gekk yfir svæðið.

VG

UMMÆLI