Prenthaus

Óvenjumargir teknir fyrir hraðakstur á Norðurlandi

Lögreglan í Öxnadal – mynd af Facebook síðu Lögreglunnar

 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið óvenjumarga fyrir of hraðan akstur síðustu daga. Þetta kemur fram í frétt Rúv.

84 voru stöðvaðir í síðustu viku. Flestir voru stöðvaðir í Öxnadal og Hörgárdal en banaslys varð í Öxnadal á fimmtudag og fleiri hafa látist í umferðarslysum þar síðustu ár.

Jóhannes Sigfússon varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að bæði séu það Íslendingar og erlendir ferðamenn sem séu stöðvaðir fyrir of hraðan akstur en það séu þó frekar Íslendingar sem eru að keyra langt yfir hámarkshraða.

UMMÆLI