Óvissa ríkir með komu skemmtiferðaskipa í sumar

Óvissa ríkir með komu skemmtiferðaskipa í sumar

Á milli 40 og 50 skemmtiferðaskip hafa þegar afboðað komu sína til Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar fyrir sumarið. Hjá Hafnarsamlagi Norðurlands var búist við um 215 komum skemmtiferðaskipa. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að komur skemmtiferðaskipa hingað til lands í maí og júní hafi nær alfarið þurrkast út og mikil óvissa ríki um næstu mánuði þar á eftir.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri segir í samtali við RÚV að það séu um 300 heilsársstörf við komur skemmtiferðaskipa. Ef engin skip komi í sumar geti tapið numið fjórum til fimm milljörðum króna fyrir norðlenska ferðaþjónustu.

Mynd: Port.is

UMMÆLI