Fyrr í sumar þegar veðrið var ögn betra tók Kaffið stelpurnar í hljómsveitinni Skandal tali og fékk að fræðast um hljómsveitina. Stelpurnar voru nýbúnar að sigra Söngkeppni framhaldsskólanna og fóru yfir tildrög hljómsveitarinnar, nafnið, tónlistarsmíðina og ýmislegt fleira.
Hljómsveitina skipa þær Helga Björg Kjartansdóttir, bassi, Inga Rós Suska Hauksdóttir, söngur, Kolfinna Ósk Andradóttir, hljómborð og fiðla, Margrét Sigurðardóttir, gítar, Sóley Sif Jónsdóttir, trommari, hljómborðsleikari og söngkona, og Sólveig Erla Baldvinsdóttir, flautuleikari.
UMMÆLI