Píslargangan í Mývatnssveit á morgun

Píslargangan í Mývatnssveit á morgun

Píslargangan umhverfis Mývatn verður gengin í 25. sinn á morgun, föstudaginn langa. Píslargangan hefst á því að presturinn sr. Örnólfur Ólafsson á Skútustöðum syngur morguntíðir í Reykjahlíðarkirkju kl 8:45. Sjálf gangan hefst síðan kl. 9:00. Leiðin er 36 km löng og gengur hver á sínum forsendum og sínum hraða.

Sr. Örnólfur mun flytja erindi í Skútustaðarkirkju og lesa Passíusálma. Leiðin er um 36 km löng umhverfis vatnið en veðurspá er frekar góð, 12 stiga hiti og sól um hádegi samkvæmt vedur.is. Allir vegir eru auðir og það mætti halda þessa dagana að vorið sé komið.

Icelandair Hótel Mývatn bíður upp á heitan drykk við upphaf göngu kl 9:00. Mælum svo með Happy Hour hjá þeim á milli kl 16 og 18 og matseðli um kvöld á Myllan Restaurant. Hótel Laxá verður með Happy Hour verð yfir daginn fyrir alla sem taka þátt í göngunni, velkomið að nota snyrtinguna. Kaffi/te og bakkelsi í boði hjá þeim þennan dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó