Pizzan opnar stað á Akureyri

Pizzan opnar stað á Akureyri

Pítsustaðurinn vinsæli Pizzan mun opna stað á Akureyri á næstunni. Staðurinn verður á Glerártorgi.

Pizz­an hefur slegið í gegn á meðal Íslendinga undanfarin misseri. Staðurinn var til að mynda í átt­unda sæti í meðmælakönnun MMR árið 2020 yfir íslensk fyrirtæki sem viðskiptavinir eru líklegastir til þess að mæla með.

Þetta verður fyrsti staðurinn sem Pizzan opnar utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru nú reknir sjö pítsastaðir í nafni Pizzunar.

Davíð Rúnar Gunnarsson, markaðsstjóri Glerártorgs, segir í samtali við Kaffið að staðurinn verði á sama stað og Subway var áður á Glerártorgi. Hann segist reikna með að Pizzan opni þar á næstu dögum.

Styrkja Kaffið.is

UMMÆLI