Podcast Stúdíó Akureyrar opnað í dag: „Raddir Norðlendinga verða að heyrast“

Podcast Stúdíó Akureyrar opnað í dag: „Raddir Norðlendinga verða að heyrast“

Í dag er formleg opnun hjá Podcast Stúdíói Akureyrar. Þar gefst Norðlendingum kostur á að taka upp hlaðvörp. Halldór Kristinn Harðarson og Davíð Rúnar Gunnarsson standa að opnuninni.

„Við ætlum bara að sjá til þess að þú getir labbað inn í góð gæði og fyrirmyndaraðstöðu og það sé ekkert til fyrirstöðu til þess að taka upp podcast hér á Akureyri,“ segir Halldór Kristinn.

Hann segir að hugmyndin hafi kviknað fyrir um einu ári síðan þegar hann og Davíð voru saman inni á skrifstofu að ræða málin. Þeir hafa báðir verið virkir í skemmtanabransanum á Akureyri en hafi ákveðið að kýla á að opna Podcast stúdío þegar hlutirnir róuðust þar vegna Covid.

Þrátt fyrir að opinber opnun á stúdíóinu hafi verið í dag eru þegar fimm hlaðvarpsþættir sem nýta sér aðstöðuna. Halldór segir að áhuginn á staðnum sé mikill og reikna megi með því að allt fari á fullt á næstu dögum.

Hann vill endilega heyra frá fólki sem hefur áhuga á að byrja með hlaðvarpsþátt.

„Raddir norðlendinga verða að fá að heyrast og þá er þetta sennilega besti vettvangurinn til þess,“ segir Halldór.

UMMÆLI

Sambíó