fbpx

POP up verslun í gilinu með allt sem vantar fyrir jólamatinn

POP up verslun í gilinu með allt sem vantar fyrir jólamatinn

Milli Fjöru og Fjalla, einn af fremstu frumkvöðlum í vinnslu sauðfjárafurða á Eyjafjarðarsvæðinu hefur rekið POP up verslun í Gilinu á Akureyri undanfarna daga. Síðasti dagur POP up verslunarinnar er í dag, Þorláksmessu.

Í versluninni er að finna allskonar vörur af búi Milli Fjöru og Fjalla, allt frá Kofareyktu hangikjöti til heimasútaðra gæra. Einnig er að finna lopa, jólasteik og gjafabréf í afþreyingu á svæðinu.

Milli Fjöru & Fjalla er kjötvinnslu- og veitinga fyrirtæki fjölskyldunnar í Fagrabæ, við Eyjarfjörð. Þar er rekið sauðfjárbú og unnið það sem fellur til á búinu sjálf.

„Við leggjum mikið uppúr því að afgreiða okkar vörur í handhægum og neytenda vænum umbúðum, tilbúnar til eldunar og án allra aukaefna. Milli fjöru & fjalla leggur mikla áherslu á að auka virði ærkjöts og matreiða það á nýstárlegan máta,“ segir Halla Sif Guðmundsdóttir. 

Vinnslan er starfrækt allan ársins hring og innblásturinn er fengin í eldhúsi þeirra mæðgna Margrétar Melstað og Höllu Sifjar Guðmundsdóttur. 

„Okkur finnst skemmtilegast að afgreiða kúnnana okkar beint á matarmörkuðum, heimsendingu eða taka á móti þeim á veitingastaðnum okkar á Grenivík. Þessvegna slóum við til og ákváðum að opna POP up markað í Kaupvangsstræti 4, Gilinu á Akureyri. Þar erum við með hátíðarmatinn frá A-Ö, Kofareykt hangikjöt, fyllta hryggi, grafið ærfille, pate og margt fleira. Einnig er að finna handverksvörur úr ullinni okkar og sútaðar gærur af lömbum úr Fagrabæ,“ segir Halla Sif.

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA