Póstkortasýning á Amtsbókasafninu

Í gær var opnuð á Amtsbókasafninu merkileg sýning á póstkortum frá 1880-1950 sem sýna myndir frá Akureyri og nágrenni. Það var Þórhallur Ottesen sem opnaði sýninguna en hann er brottfluttur Akureyringur sem hefur safnað póstkortum víða um heim undanfarin 40 ár.

Um er að ræða stærsta póstkortasafn í einkaeigu hér á landi og hafa sum kortanna aldrei verið sýnd opinberlega áður.

Sýningin mun standa út júlí.

Þórhallur Ottesen í pontu við opnun sýningarinnar. Hjá honum standa safnararnir Kristján Ólafsson frá Dalvík, Páll A Pálsson ljósmyndari á Akureyri og Sveinn Jónsson í Kálfskinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó