Prestaköll í Eyjafirði sameinast í hátíðarguðsþjónustu á N4

Prestaköll í Eyjafirði sameinast í hátíðarguðsþjónustu á N4

Vegna samkomubannsins í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafa fjögur prestaköll í Eyjafirði sameinast um hátíðarguðsþjónustu á páskadag, sem sjónvarpað verður á N4.

Prestaköllin sem um ræðir eru Glerár-, Akureyrar-, Laugalands-, og Laufásprestakall.

Upptaka hátíðarguðsþjónustunnar fór fram í Akureyrarkirkju og sjá samtals sjö djáknar og prestar prestakallanna um að þjóna.

Kórinn Hymnodia syngur undir stjórn Eyórs Inga Jónssonar.

Margrét Árnadóttir syngur einsöng við undirleik Valmars Valjots á fiðlu og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur á orgel.

Orgelleikarar eru þau Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson.

Stefán Friðrik Friðriksson stjórnaði upptöku.

Eins og fyrr segir, verður hátíðarguðsþjónustunni í Akureyrarkirkju sjónarpað á N4 á páskadag og hefst útsendingin klukkan 14:00. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó