Prenthaus

Ræða stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni

Ræða stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni

Frumvarp mennta- og menningamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem lagt var fram á Alþingi á dögunum verður tekið fyrir á tveggja daga ráðstefnu við Háskólann á Akureyri um næstu helgi, 8. og 9. febrúar.

Meðal þeirra sem fjalla um málið eru Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hann er einn af þeim sem hefur komið hvað mest við sögu við vinnslu frumvarpsins. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, mun einnig taka þátt í umræðum um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi og gera samanburð á íslensku fjölmiðlaumhverfi og starfskilyrði fjölmiðla í hinum ríkjum Norðurlandanna.

Auk þeirra munu talsmenn fjölmiðla ræða stöðu og rekstrarskilyrði fjölmiðla á landsbyggðinni og fjallað verður um gæði, innihald og framtíð fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.

Fundurinn er sérstaklega ætlaður fólki sem starfar við fjölmiðla en allir áhugasamir eru velkomnir. Skráning fer fram í gegnum Símennt Háskólans á Akureyri.

UMMÆLI

Sambíó