fbpx

Ræðir um hlutverk Listasafnsins á Akureyri

Mynd: Vísir.is

Í dag, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 17 verður Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri með fyrirlestur í Ketilhúsinu sem hann nefnir Nýtt Listasafn – nýir tímar.

Í fyrirlestrinum mun Hlynur ræða samfélagslegt hlutverk Listasafnsins á Akureyri, safnkennslu og þá möguleika sem nýtt safn hefur í för með sér. Hann mun m.a. varpa fram eftirfarandi spurningum: Hvað er safn? Hvert er hlutverk safna? Hver er þróun listasafna? Hvernig getur Listasafnið á Akureyri eflt bæinn sem menningar- og menntabæ og einnig sem spennandi áfangastað ferðamanna?

Hlynur Hallsson hefur verið safnstjóri Listasafnsins á Akureyri frá 2014. Hann lagði stund á myndlistarnám á Íslandi og í Þýskalandi og lauk mastersnámi 1997. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður og sýningarstjóri og hefur skipulagt sýningar í Berlín, Hannover, Marfa; Texas, Kumamoto, Reykjavík og á Akureyri. Hlynur hefur einnig kennt við Listaháskóa Íslands, Myndlistaskólann á Akureyri og Háskólann á Akureyri.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir í vetur eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri og verða þeir á dagskrá á hverjum þriðjudegi fram að páskum.

Aðgangur er ókeypis.

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA