Rafmagnslaust á Akureyri og víðar á Norðurlandi

Rafmagnslaust á Akureyri og víðar á Norðurlandi

Rafmagnslaust er á öllu Akureyri og víðar á Norðurlandi eystra. Unnið er nú að uppbyggingu á raforkukerfinu á Rangárvöllum.

Í tilkynningu frá Rarik segir:

Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Norðurlandi og er verið að vinna í að byggja upp kerfið Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof Tímasetning atburðar: 05.08.2020 11:00 til 15:00

Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði og einnig víðar í Eyjafirði.

Fyrr í morgun sló rafmagni út í stórum hluta Eyjafjarðar, meðal annars á Svalbarðseyri og einnig í Fnjóskadal. Það gerðist þegar spennir 3 í tengivirkinu á Rangárvöllum leysti út um klukkan hálf 10 í morgun.

UMMÆLI