Rafmagnslaust í hluta Eyjafjarðar og í Fnjóskadal

Rafmagnslaust í hluta Eyjafjarðar og í Fnjóskadal

Spennir 3 í tengivirkinu á Rangárvöllum leysti út um klukkan hálf 10 í morgun og er enn úti. Rafmagnslaust er því í stórum hluta Eyjafjarðar, m.a. á Svalbarðseyri og einnig er útslegið í Fnjóskadal. Ekki er rafmagnslaust á Akureyri.

Vinna stendur yfir að finna skýringu á útleysingunni, en samkvæmt heimildum Kaffisins standa vonir til að rafmagn verði komið á aftur fyrir klukkan 13 í dag.

Uppfært: Rafmagnslaust á Akureyri og víðar á Norðurlandi

UMMÆLI