Rafmagnslaust varð á hluta Akureyrar í dag – sjúkrahúsið á varaafli

Rafmagnslaust varð á hluta Akureyrar í dag – sjúkrahúsið á varaafli

Rafmagnslaust varð á hluta Akureyrar í dag um hádegi eftir að jarðstengur varð fyrir skemmdum við jarðvinnu skammt frá sjúkrahúsinu. Rafmagni var komið aftur á með öðrum leiðum rúmum hálftíma eftir óhappið. Farið verður í viðgerð á strengnum sem skemmdist þegar tími gefst til.

Í samtali við RÚV segir Gunnar H. Gunnarsson, verkefnastjóri rafveitu hjá Norðurorku, að svæðið sem varð rafmagnslaust hafi verið nokkuð stórt.
„Þetta var töluvert svæði. Líklega frá Hrafnagilsstræti og alveg inn inn á Flugvöll. Kjarnaskógur og allt það svæði datt líka út.“

UMMÆLI

Sambíó