Rafrænt uppboð til styrktar Kvennaathvarfsins á Norðurlandi

Rafrænt uppboð til styrktar Kvennaathvarfsins á Norðurlandi

Framfærslusjóður hefur verið stofnaður til styrktar Kvennaathvarfsins á Akureyri. Þrjár ungar konur standa að þessu rafræna uppboði þar sem allur ágóði rennur til kvennaathvarfsins. Viðburður hefur verið stofnaður á facebook sem hefur þegar fengið 1200 meðlimi á aðeins þremur dögum. Alls hafa 30 fyrirtæki á Akureyri tekið þátt og gefið glæsilega vinninga sem verða í uppboðinu á föstudag.

Uppboðið virkar svona:

„Fólk einfaldlega býður í þá upplifun eða þann varning sem er í boði og það sem það er tilbúið að borga fyrir. Allur ágóði sem safnast rennur óskipt til framfærslusjóðs Kvennaathvarfsins,“ segir einn skipuleggjandi viðburðarins í samtali við Kaffid.is. Viðburðurinn fer fram á föstudaginn en hægt er að verða meðlimur og taka þátt með því að ýta HÉR.

Mikilvægt framtak sem er þess virði að styrkja

Viðburðurinn er ætlaður til að vekja athygli á opnun Kvennaathvarfsins á Akureyri sem opnaði síðast liðinn ágúst mánuð og sýna fram mikilvægi þess að halda því gangandi þar sem að það stendur einungis sem tilraunaverkefni til vors. Kvennaathvarfið er staður fyrir konur og börn sem geta með engum hætti búið í sínu heimahúsi vegna ofbeldis.

Nú þegar hefur verið stofnaður framfærslusjóður sem mun hjálpa til við framfærslu kvenna og barna sem þar dvelja. Elísa Erlendsdóttir, Ída Oddsdóttir og Kolbrún Lind Malmquis standa að viðburðinum. Allar stunda þær nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum og er þetta eitt af þeirra fyrstu verkefnum í samstarfi við Kvennaathvarfið.

UMMÆLI