Ragga Rix kemur fram á Einni með öllu

Ragga Rix kemur fram á Einni með öllu

Tónlistarkonan Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, eða Ragga Rix, mun koma fram á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Sjá einnig: Kata Vignis verður kynnir á Einni með öllu

Ragga er 14 ára Akureyringur sem sigraði Rímnaflæði árið 2021 með laginu Mætt til leiks. Í byrjun apríl fylgdi hún sigrinum eftir með laginu Bla bla bla. Hún mun koma fram á Stóru Sparitónleikunum á sunnudegi verslunarmannahelgarinnar og mögulega eitthvað meira yfir helgina.

Aðrir tónlistarmenn á borð við Pál Óskar, Birni og Club Dub hafa þegar boðað komu sína norður á hátíðina.

Sambíó

UMMÆLI